24. ágúst 2015
Mikill áhugi á áframvinnslu áls á Austurlandi

Austurbrú stóð fyrir málstofunni „Áframvinnsla á áli, möguleikar og tækifæri“ í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði fimmtudaginn 20. ágúst. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi var stefnt saman við frumkvöðla og ræddu um hráefnið ál og mögulega áframvinnslu þess. Á fundinum var styrkur veittur frá Alcoa Foundation til Austurbrúar.
meira
Eldri fréttirVeldu ár í felliglugganum fyrir neðan til að sjá yfirlit allra frétta á því ári.


  Áfram

Fréttatilkynningar AlcoaViltu sjá nýjustu fréttir frá Alcoa á heimsvísu? Smelltu á slóðina fyrir neðan til að skoða yfirlit fréttatilkynninga (á ensku).
Fréttatilkynningar


20. ágúst 2015
Níutíu prósent starfsmanna Alcoa Fjarðaáls samþykktu kjarasamning Atkvæðagreiðslu um kjarasamning AFLs og RSÍ við Alcoa Fjarðaál lauk í gær, þriðjudag, og var hann samþykktur með miklum yfirburðum. Á kjörskrá voru 393 starfsmenn og samþykktu 90% þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn, en hann gildir til fimm ára, frá 1. mars 2015 að telja. Alls greiddu 180 starfsmenn atkvæði eða 45,8%.
meira
18. ágúst 2015
Áframvinnsla á áli, möguleikar og tækifæri Fimmtudaginn 20. ágúst verður málstofa um áframvinnslu á áli í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði. Fulltrúum iðnfyrirtækja og hönnunarsamfélagsins á Austurlandi verður stefnt saman við frumkvöðla þar sem rætt verður um hráefnið ál og möguleika þess.
meira
1. ágúst 2015
Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir úr Spretti, afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegs íþróttafólks á Austurlandi.
meira