24. maí 2016
Sundkappar á Mið-Austurlandi öfluðu tæpum 1,6 milljónum í þágu aldraðra

Laugardaginn 21. maí efndi heilsueflingarnefnd Alcoa Fjarðaáls í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstað til skemmtilegrar keppni milli sundkappa í sundlaugunum í Neskaupstað, á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði. Alls 257 sjálfboðaliðar syntu samtals 144 km og öfluðu með því tæpum 1,6 milljónum króna sem renna til hjúkrunarheimila á svæðinu.
meira
Eldri fréttirVeldu ár í felliglugganum fyrir neðan til að sjá yfirlit allra frétta á því ári.


  Áfram

Fréttatilkynningar AlcoaViltu sjá nýjustu fréttir frá Alcoa á heimsvísu? Smelltu á slóðina fyrir neðan til að skoða yfirlit fréttatilkynninga (á ensku).
Fréttatilkynningar


18. maí 2016
Innlend útgjöld álvera á Íslandi námu um 92 milljörðum Grunnstoð í efnahagslífinu var yfirskrift ársfundar Samáls sem haldinn var í Kaldalóni í Hörpu í morgun, 18. maí. Á fundinum var farið yfir málefni áliðnaðarins í erindum sem flutt voru af Magnúsi Þór Ásmundssyni, stjórnarformanni Samáls, Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra, Kelly Driscoll, sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu CRU, og Gunnari Tryggvasyni hjá KPMG.
meira
11. maí 2016
Útskrift Stóriðjuskóla Fjarðaáls Þann 6. maí síðastliðinn útskrifuðust 24 starfsmenn frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Að skólanum standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands. Er þetta í þriðja sinn sem nemendur útskrifast úr grunnnáminu, en skólinn hóf göngu sína haustið 2011. 
meira
10. maí 2016
Grunnstoð í efnahagslífinu - Ársfundur Samáls 18. maí Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu 18. maí næstkomandi undir yfirskriftinni Grunnstoð í efnahagslífinu. Boðið verður upp á morgunverð frá 8:00, en fundurinn hefst 8:30.
meira