22. júní 2015
Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli

Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar. Þar sem nú eru liðin 100 ár síðan íslenskar konur fengu kosningarrétt var kvennaboðið í ár sérstaklega veglegt, og í tengslum við það var bæði kynning á átaki UN-Women og opnun ljósmyndasýningar sem nefnist Konur í álveri.
meira
Eldri fréttirVeldu ár í felliglugganum fyrir neðan til að sjá yfirlit allra frétta á því ári.


  Áfram

Fréttatilkynningar AlcoaViltu sjá nýjustu fréttir frá Alcoa á heimsvísu? Smelltu á slóðina fyrir neðan til að skoða yfirlit fréttatilkynninga (á ensku).
Fréttatilkynningar


16. júní 2015
Áfram stelpur - fögnum saman! Alcoa Fjarðaál hefur frá upphafi lagt áherslu á jafnt hlutfall kynja innan fyrirtækisins og mun hvergi hvika frá þeirri stefnu. Konurnar sem starfa hjá fyrirtækinu sinna fjölbreyttum störfum og vinna af krafti að uppbyggingu og þróun stærsta fyrirtækis á Austurlandi.
meira
13. júní 2015
Tónlistarhátíðin Eistnaflug fékk hæsta styrkinn Alcoa Fjarðaál veitir samfélagsstyrki tvisvar á ári en með styrkjunum styður fyrirtækið ýmiss konar menningarviðburði á Austurlandi og rennir stoðum undir verkefni sem gagnast íbúum svæðisins. Vorúthlutun styrktarsjóðs fyrirtækisins fór fram í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum um miðjan júní. Veittir voru rúmlega þrjátíu styrkir sem námu samtals um átta milljónum.
meira
9. júní 2015
Sundlaugin í Breiðdalsvík opnar á ný í sumar Þann 15. júní nk. verður sundlaugin í Breiðdalsvík opnuð almenningi á ný. Kvenfélagið Hlíf hafði forystu um söfnun til viðgerða á lauginni og Alcoa Fjarðaál er meðal þeirra fyrirtækja og félaga sem styrktu verkefnið.
meira