22. september 2015
Hægt að draga stórlega úr umhverfisáhrifum bílaflotans með meiri álnotkun

Það eru ekki bara fólksbílaframleiðendur um allan heim sem leggja sífellt meiri áherslu á að auka hlut áls í bílaframleiðslunni á kostnað stáls, heldur á þetta einnig við um stóra bíla, ekki síst vöruflutningabíla og rútur. Markmiðið er margþætt: að lækka rekstrarkostnað með minna viðhaldi, minni eyðslu og bæta nýtingu fjárfestingarinnar. Síðast en ekki síst er markmiðið að draga sem kostur er úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ál getur því gegnt mikilvægu hlutverki í umhverfisverndarmálum og í því samhengi má e.t.v. segja að Íslendingar spili stórt hlutverk með rekstri þriggja álvera.
meira
Eldri fréttirVeldu ár í felliglugganum fyrir neðan til að sjá yfirlit allra frétta á því ári.


  Áfram

Fréttatilkynningar AlcoaViltu sjá nýjustu fréttir frá Alcoa á heimsvísu? Smelltu á slóðina fyrir neðan til að skoða yfirlit fréttatilkynninga (á ensku).
Fréttatilkynningar


17. september 2015
Flúor í grasi lækkaði um 19% milli ára í Reyðarfirði Flúor í grasi í Reyðarfirði minnkaði í sumar þriðja árið í röð. Hann var 36 prósentum minni nú heldur en sumarið 2014, en það sumar dró einnig úr flúor miðað við sumarið 2013, eða um 19 prósent. Meðaltal nýliðins sumars var 19,7 µg samanborið við 30,8 µg árið 2014 og 37,8 µg sumarið 2013. Alls eru framkvæmdar sex mælingar á hverju sumri: tvær á mánuði í júní, júlí og ágúst. Meðaltal þessara mælinga á flúormagni í grasi er síðan borið saman við viðmiðunarmörk sem sett eru í vöktunaráætlun álversins, en þau eru 40 µg F/g gras á ársgrundvelli. Þau mörk segja til um hvort frekari eftirfylgni og rannsókna er þörf eða ekki.
meira
4. september 2015
Alcoa þróar þrívíða prentun á íhlutum fyrir bíla- og flugiðnað Alcoa hefur ákveðið að ráðast í frekari nýfjárfestingar til að mæta sífellt meiri eftirspurn frá bíla- og flugvélaframleiðendum eftir vörum frá fyrirtækinu. Þannig verður á næstunni ráðist í stækkun á rannsókna- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í Pittsburgh sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þar verða m.a. framleiddir ýmsir flóknir, þolnir og fullmótaðir íhlutir í 3D-prentara. Fjárfestingin nemur um átta milljörðum króna.
meira
2. september 2015
UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum í Sprett - Afrekssjóð UÍA og Alcoa UÍA (Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands) auglýsir eftir styrkumsóknum í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa. Umsóknarfrestur er til 4. október.
meira