13. júní 2018

Allar konur eru velkomnar í Kvennakaffi hjá Fjarðaáli 19. júní

Alcoa Fjarðaál býður, líkt og fyrri ár, konum að koma og þiggja veitingar og upplifa skemmtilega dagskrá í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní.

Dagskráin hefst kl. 17:00 í matsal álversins og stendur til kl. 18:00.

Kvennakaffi-auglysing

Dagskráin verður eftirfarandi:

Ávörp:

  • Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað flytur erindi um stöðu jafnréttismála.
  • Birna Ingadóttir, áreiðanleikasérfræðingur hjá Fjarðaáli fjallar um um konur í verk- og tæknigreinum.
  • Anya Hrund Shaddock, tónlistarkona frá Fáskrúðsfirði flytur nokkur lög fyrir gesti.

Boðið verður upp á kaffi og með því. Kynnir verður Margrét Perla Kolka Leifsdóttir.

Við hvetjum konur á Austurlandi til að fjölmenna til okkar og fagna deginum saman.