Tíu milljón tré

 

Á Degi jarðarinnar í júní 2003 hófst átak á vegum Alcoa sem nefnist „Tíu milljón tré."" Tilgangurinn með átakinu er að auka trjágróður víðs vegar um heiminn með hjálp starfsmanna Alcoa. Þessi tré koma til viðbótar þeim skógræktarátökum sem Alcoa hefur þegar tekist á hendur til þess að endurheimta skóglendi sem hefur skerst af völdum námugraftar. Allir starfsmenn Alcoa um heiminn, verktakar, birgjar og fjölskyldur þeirra geta tekið þátt í „Tíu milljón trjáa"" átakinu, sem setur það markmið að árið 2020 verði búið að planta 10 milljón trjám sem geta samtals dregið til sín yfir 250.000 tonn af koltvísýringi á ári.

Hvert fyrirtæki innan Alcoa kaupir tré til átaksins af aðila sem það velur og starfsmenn þess velja trjátegundir sem henta gróðurfari og veðri á tilteknum stað.

Átakið hófst formlega hjá Alcoa Fjarðaáli þann 14. júní 2003 þegar fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar á óspilltum reit sem skartar hrjóstrugri fegurð íslenskrar náttúru við Reyðarfjörð. Um leið hóf fyrirtækið að framfylgja loforði sem það hafði gefið Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar og íbúum Fjarðabyggðar.

Þetta loforð var að gefa 450 trjáplöntur á ári þar til Alcoa hefur rekstur álvers við Reyðarfjörð árið 2007. Gróðursetningarsvæðið, sem heimamenn kalla Alcoa-skóginn í daglegu tali, er mitt á milli Reyðarfjarðar og fyrirhugaðs byggingarstaðar álversins. Alcoa Fjarðaál bætti um betur og fjölgaði plöntunum í 1.000 á ári fyrir árin 2005-2011.

 

Gróðursetning þessara plantna er unnin í samstarfi við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar, Sólskóga, nemendur í grunnskóla Reyðarfjarðar og ýmsa aðra íbúa í Fjarðabyggð. Trjátegundir sem urðu fyrir valinu eru ilmbjörk, reyniviður, ígulrós, koparreynir og alpareynir, en þær eru taldar henta óblíðu loftslaginu og grófum jarðveginum.

„Íbúar á Reyðarfirði eru afskaplega ánægðir með þetta framlag Alcoa til skógræktar hér hjá okkur,"" sagði Ásmundur Ásmundsson, formaður Skógræktarfélags Reyðarfjarðar. „Þetta sýnir að Alcoa hefur ásett sér að verða virkur þátttakandi í samfélagsmálum Fjarðabyggðar. Trjáplöntunin var strembin en óskaplega skemmtileg fyrir alla sem tóku þátt í henni."

 

Þess má geta að Fjarðaál gaf 380 plöntur til starfsmanna árið 2007, og stóð fyrir gróðursetningu 1.500 trjáa við golfvöllinn á Eskifirði árið 2009 og fleiri verkefni mætti nefna, en samtals, að meðtöldu árinu 2011 hafa 10.697 tré verið gróðursett á vegum Alcoa Fjarðaáls.

 


 

Börn í Grunnskóla Reyðarfjarðar ásamt Trevor Adams (t.v.), framkvæmdastjóra Íslandsverkefnis Alcoa, og Ásmundi Ásmundssyni (t.h.), formanni Skógræktarfélags Reyðarfjarðar, gróðursetja fyrstu trjáplönturnar.

 


 

Lesið meira um "tíu milljón trjáa" áætlun Alcoa á heimsvísu.

meira