Endurnýting aukaafurða

 

Endurvinnsla er í hávegum höfð hjá Alcoa Fjarðaáli og litið er á sorp sem auðlindir á villigötum. Skýrt dæmi um það er öflugur þurrhreinsibúnaður sem hreinsar meira en 99,5% flúorefna úr útblæstri álversins, sem síðan er endurnýttur við álframleiðsluna.

 

Leifar rafskauta sem gengt hafa hlutverki sínu í rafgreiningu áls eru send til Noregs þar sem þau eru endurnýtt við framleiðslu nýrra skauta.

 

Kerbrot, álgjall og ýmsar aðrar aukaafurðir sem falla til við framleiðsluna eru sendar til Bretlands til endurvinnslu. Þar eru kerbrotin notuð við framleiðslu á sementi.

 

Ekkert frárennsli er frá framleiðsluferlum í álverinu í sjó og stefnt er að því að enginn úrgangur fari til urðunar. Allt sorp sem fellur til er flokkað og lífrænn úrgangur er notaður í moltugerð, svo dæmi séu tekin. Engu er fleygt sem hægt er að endurvinna.

 

Notaður pappír, tómar dósir, flöskur, kassar og hvaðeina annað sem fellur til í húsakynnum Alcoa um allan heim er aðgreint frá öðru sorpi og skilað til endurvinnslu.

 


 

Innan Alcoa er mikið unnið að nýsköpun og oftast í samvinnu við framleiðendur hinna ýmsu vörutegunda. Alcoa hannaði t.d. handhægar pappírsumbúðir utan um gosdósir sem taka lítið pláss í ísskápnum. Sjá nánar hér.

 

Myndband um endurvinnslu áldósa

 


Hér getur þú séð myndband um endurvinnsluferlið. Þegar þú skilar t.d bjórdós inn í endurvinnslu gerist nokkuð sem fáar aðrar umbúðir geta státað af: hún birtist aftur í búðarhillunni, sennilega innan tveggja mánaða, sem glæný áldós. Þetta er hægt vegna þess að álið sem notað er í drykkjardósiir er sérstaklega unnið fyrir 100% endurvinnslu, með engum aukaafurðum og lágmarksraforku. Þær skipta milljörðum, áldósirnar sem notaðar eru í heiminum á einu ári. Þess vegna skiptir endurvinnsla áldósa svona miklu máli þegar kemur að gróðurhúsaáhrifum í heiminum.