Álið er alls staðar

 

Þegar fyrst tókst að framleiða ál með hagkvæmum hætti fyrir um 150 árum síðan óraði örugglega engan fyrir fjölbreyttum notkunarmöguleikum áls. Flest notum við ál á hverjum degi. Það er líklega ál í bílnum þínum, húsinu þínu, farsímanum þínum og í matarumbúðum í ísskápnum þínum, svo eitthvað sé nefnt.

 

Ál er notað í nánast öll farartæki sem eru framleidd í heiminum í dag, t.d. bíla, flugvélar og skip Alcoa hannar og framleiðir meðal annars felgur, burðargrindur, klæðningar, vélarhluti, fjöðrunarkerfi, drifkerfi og rafkerfi fyrir stór og lítil farartæki. Alcoa verður meðal helstu framleiðenda efnis og hluta í stærstu farþegaþotu heims, Airbus A380, sem getur flutt allt að 800 farþega.

 

Álnotkun í byggingariðnaði vex hratt um allan heim. Hver kannast ekki við álklæðingar á húsum? Ál er líka notað í m.a. burðarvirki, glugga, hurðir, stiga, þakrennur og festingar.

 

Ál er mikið notað í umbúðir ýmiss konar og flestir þekkja auðvitað áldósir utan um gosdrykki og aðrar drykkjarvörur. Alcoa framleiðir einnig klassískan álpappír.

 

Ál er mikið notað í neytendavörur þar sem þyngd, stærð, styrkur og hönnun skiptir mál. Það er notað í álramma, álgluggatjöld, húsgögn og ýmiskonar húsmuni svo eitthvað sé nefnt. Geisladiskar eru að stórum hluta úr áli og ál er notað í fartölvur, farsíma, myndavélar, veiðihjól o.s.frv.

 

Í víraverksmiðju Alcoa Fjarðaáls eru framleidd allt að 90.000 tonn af álvírum á ári. Vírarnir eru meðal annars notaðir í háspennustrengi á borð við þá sem flytja raforku frá Kárahnjúkavirkjun til Fjarðaáls.

 

 


Tveir starfsmenn Fjarðaáls við stæðu af álvírarúllum.

 

Húsráð úr áli

 


 

Skerpa má bitlaus skæri með því að brjóta saman álpappír þannig að úr verði sjö til átta lög og klippa nokkrum sinnum í bunkann.

 

Gott ráð til að pússa silfrið. Sjóðið vatn og hellið í bala, setjið álpappírsræmur út í og smá slatta af matarsóda og leggið síðan silfrið í.

 

Mýkja má harðan púðursykur með því að vefja álpappír utan um hann og baka í ofni við 150°C í 5 mínútur.

 

Dýr eru ekki hrifin af álpappír. Hægt er að fæla þau frá fína sparisófanum með því að leggja álpappír yfir setuna. Þau þola ekki skrjáfið af álpappírnum og forða sér fljótlega. 

 

Álpottar verða stundum leiðinlegir á litinn en til að bæta úr því má sjóða í þeim rabarbara. Sýra rabarbarans eyðir ysta laginu innan úr pottinum.

 

(Heimildir: gomestic.com, fréttabréf frá Lúx, Heilsubankinn)