Vinnustaðurinn

 

Hjá Alcoa Fjarðaáli er unnið samkvæmt ákveðnum verkferlum. Teymi starfsmanna vinna að þessum ferlum og hvert teymi hefur víðtækt starfssvið.

 

Saman mynda álframleiðsla og málmvinnsla kjarnaferlið í álverinu. Stoðferli á borð við mannauðsferli og innkaupaferli veita kjarnaferlinu stuðning og þjónustu. Í hverju teymi er leiðtogi en starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á sínu verkferli.

 

Störf í álverinu eru fjölbreytt og starfsmenn takast á við ólík viðfangsefni. Þeir fá þjálfun í flestum verkum í sínu verkferli og færast milli vinnustöðva með reglubundnum hætti. Áhugasamir starfsmenn geta einnig fengið þjálfun í störfum á nýjum starfsvettvangi innan fyrirtækisins og unnið þar hluta af vinnutíma sínum. Þannig er reynt að tryggja að vinnan verði alltaf fjölbreytt og skemmtileg. Áhersla er lögð á að starfsmenn þekki sem best allar hliðar starfseminnar og að teymin hafi með sér náið samstarf og samráð.

 

 


Í álverinu er að finna eitt glæsilegasta mötuneyti landsins og þar sjá kokkarnir frá Lostæti um að töfra fram girnilegar veitingar. Útsýnið spillir ekki fyrir, eins og sést á þessari mynd.