Störf í boði

 

Við leitum að góðu fólki í framleiðslustörf
Við leitum ávallt að duglegu og áreiðanlegu fólki til starfa í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Starfsmenn þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera komnir með bílpróf. Öryggiskröfur í álverinu eru mjög strangar.

 

Sum störf fela eingöngu í sér dagvinnu en á flestum stöðum í álverinu er unnið á vöktum sem gefa ágætar tekjur og drjúgan frítíma. 

 

Í kerskála og steypuskála er unnið á tólf tíma vöktum. Vaktirnar eru fjórar, A, B, C og D. Þú getur skoðað vaktaplanið með því að smella hér fyrir neðan.

Vaktaplan fyrir 12 tíma vaktir 2015

 

Í skautsmiðju er unnið á átta tíma vöktum, E, F, G og H. Hægt er að skoða vaktaplanið með því að smella hér fyrir neðan.

Vaktaplan fyrir 8 tíma vaktir 2015

 
Ráðningarferli 
Við leggjum mjög mikið upp úr því að finna rétt fólk í rétt störf, en jafnfram reynum við að stytta ráðningarferlið eins og frekast er kostur. Ráðningarferlið er staðlað þannig að allar umsóknir og allir umsækjendur fá sömu meðferð. Hægt er að leita frekari upplýsinga í síma 470 7700 eða með því að senda póst á „starf (hjá) alcoa.com.“ Á ráðningarvefnum okkar er hægt að sjá laus störf og sækja um starf hjá fyrirtækinu.

 

Almennar kröfur til allra starfsmanna
Alcoa Fjarðaál leitar ekki bara að fólki með rétta hæfni og menntun heldur er jafnmikil áhersla lögð á lífsgildi, eiginleika og mannkosti verðandi starfsmanna.  Fyrirtækið gerir þær kröfur að allir starfsmenn búi yfir
 - færni í mannlegum samskiptum
 - vilja til að starfa í teymum með jafningjum 
 - jákvæðni og virðingu fyrir öðrum
 - vilja til að leita stöðugra endurbóta
 - frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 - vilja til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni

 

Fríar rútuferðir
Alcoa Fjarðaál býður starfsmönnum, bæði vaktavinnu- og dagvinnufólki, upp á ókeypis ferðir til og frá vinnu. Ekið er til og frá þessum stöðum:

  • Fellabær
  • Egilsstaðir
  • Seyðisfjörður
  • Stöðvarfjörður
  • Fáskrúðsfjörður
  • Neskaupstaður
  • Eskifjörður
  • Reyðarfjörður

1


 

Ráðningarvefurinn - laus störf

Til að skoða síðu með umsóknareyðublöðum fyrir laus störf hjá Alcoa Fjarðaáli, hvort sem um sumarstarf eða framtíðarstarf að ræða, smelltu á myndina af ráðningarvefnum hér fyrir ofan.  

 

 


Vinnustaðasamningur

Alcoa Fjarðaál sf., AFL-Starfsgreinafélag Austurlands og Rafiðnaðarsamband Íslands skrifuðu þann 17. júlí 2015 undir nýjan vinnustaðasamning sín á milli.  Samningurinn gildir til fimm ára frá 1. mars 2015. Hægt er að skoða samninginn hér og prenta út ef vill.

 

skoða samning (PDF)