Störf í boði

 

Við leitum að góðu fólki í framleiðslustörf
Við leitum ávallt að duglegu og áreiðanlegu fólki til starfa í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Unnið er á tólf tíma vöktum sem gefa ágætar tekjur og drjúgan frítíma. Þú getur skoðað vaktaplanið með því að smella hér (PDF-skjal 2 Mb). Vaktirnar eru fjórar, A, B, C og D. Fyrirtækið býður upp á fæði gegn mjög vægu gjaldi en hægt er að sjá sýnishorn af matseðli hér fyrir neðan. Öryggiskröfur í álverinu eru mjög strangar.

 

Starfsmenn þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera komnir með bílpróf.

 

Hérna er hægt að sjá laus störf og sækja um starf hjá fyrirtækinu.

 
Ráðningarferli 
Við leggjum mjög mikið upp úr því að finna rétt fólk í rétt störf, en jafnfram reynum við að stytta ráðningarferlið eins og frekast er kostur. Ráðningarferlið er staðlað þannig að allar umsóknir og allir umsækjendur fá sömu meðferð. Hægt er að leita frekari upplýsinga í síma 470 7700 eða með því að senda póst á starf@alcoa.com.

 

Almennar kröfur til allra starfsmanna
Alcoa Fjarðaál leitar ekki bara að fólki með rétta hæfni og menntun heldur er jafnmikil áhersla lögð á lífsgildi, eiginleika og mannkosti verðandi starfsmanna.  Fyrirtækið gerir þær kröfur að allir starfsmenn búi yfir
 - færni í mannlegum samskiptum
 - vilja til að starfa í teymum með jafningjum 
 - jákvæðni og virðingu fyrir öðrum
 - vilja til að leita stöðugra endurbóta
 - frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 - vilja til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni

 

Fríar rútuferðir
Alcoa Fjarðaál býður starfsmönnum, bæði vaktavinnu- og dagvinnufólki, upp á ókeypis ferðir til og frá vinnu. Ekið er til og frá þessum stöðum:

  • Fellabær
  • Egilsstaðir
  • Stöðvarfjörður
  • Fáskrúðsfjörður
  • Neskaupstaður
  • Eskifjörður
  • Reyðarfjörður

 

Sýnishorn af matseðli
Fyrirtækið Lostæti sér um mötuneyti Alcoa Fjarðaáls en starfsmenn fá frítt fæði hjá okkur. Auk réttanna á matseðli er daglega boðið upp á ýmsa fiskrétti, kjötrétti og grænmetisrétti (heita eða kalda), úrval ferskra ávaxta og grænmetis og ilmandi nýbakað brauð.

 

MÁNUD. 30. MARS
Gratíneraður fiskur með hrísgrjónum
Sago grjónagrautur

 

ÞRIÐJUD. 31. MARS
Soðnar kjötbollur með hvítkáli og smjöri
Kakósúpa

 

MIÐVIKUD. 1. APRÍL
Aspassúpa
Gufusoðinn heilagfiskur með kapers og sítrónu ásamt hvítlaukssósu

 

FIMMTUD. 2. APRÍL
Blandaðir eftirréttir
Svínalundir með Dijonsósu og kartöflubátum

 

FÖSTUD. 3. APRÍL
Kjúklinga ragout með hrísgrjónum
Ávaxtagrautur með rjómablandi

 

LAUGARD. 4. APRÍL
Lambalæri með kartöflum og sósu
Ís og sósur

 

SUNNUD. 5. APRÍL
Purusteik með rauðvínssósu og sykurbrúnuðum kartöflum
Blandaðir eftirréttir

 

Laus störf

Til að skoða síðu með umsóknareyðublöðum fyrir laus störf hjá Alcoa Fjarðaáli, hvort sem um sumarstarf eða framtíðarstarf að ræða, notaðu slóðina hér fyrir neðan

skoða síðu um laus störf 

 

 

 


Vinnustaðasamningur

Alcoa Fjarðaál sf., AFL-Starfsgreinafélag Austurlands og Rafiðnaðarsamband Íslands skrifuðu í júní 2014 undir nýjan vinnustaðasamning sín á milli.  Samningurinn gildir frá 1. desember 2013 út febrúar 2015. Hægt er að skoða samninginn hér og prenta út ef vill.

 

skoða samning (PDF)