Alcoa Fjarðaál í stuttu máli 

 

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði er stærsta álver landsins. Hjá Fjarðaáli eru árlega framleidd um 344 þúsund tonn af
hreinu gæðaáli og álblöndum.  

 

Álið frá Fjarðaáli er aðallega notað til framleiðslu á vörum fyrir bygginga- og samgönguiðnað, en auk þess til framleiðslu á álfelgum og háspennustrengjum. Ekkert annað iðnfyrirtæki landsins flytur út meira vörumagn.
 
Árið 2015 nam verðmæti útflutnings frá Fjarðaáli 92 milljörðum íslenskra króna, eða um 7,7 milljörðum króna á mánuði. Um 37% af útflutningstekjum fyrirtækisins, eða um 34 milljarðar króna, urðu eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa á vöru og þjónustu frá innlendum birgjum, auk samfélagsstyrkja.
 
Starfsmenn Fjarðaáls voru um 480 á árinu 2015. Þar af eru konur um 22% starfsmanna sem er hæsta hlutfall sem þekkist innan álvera Alcoa. Um 94% starfsmanna eiga lögheimili í nærliggjandi byggðarlögum, þar af um 58% í Fjarðabyggð og 31% á Fljótsdalshéraði.

  
Fjarðaál greiddi um 6 milljarða króna í laun og launatengd gjöld árið 2014. Meðalárslaun voru um 8,6 milljónir króna.

 

Á hverju ári er um 50 starfsmönnum boðið að stunda nám í Stóriðjuskóla Alcoa Fjarðaáls sem er samstarfsverkefni Austurbrúar, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjarðaáls.

 

Staðreyndaskjöl

Á hverju ári gefur Fjarðaál út staðreyndaskjal um rekstur sl. árs og sendir til ýmissa hagsmunaaðila. Hér fyrir neðan má sjá tengla á staðreyndaskjöl fyrri ára. Vinsaml. athugið að t.d. staðreyndaskjal 2016 á við rekstrarárið 2015, svipað og með ársskýrslur.

 

Staðreyndaskjal 2016 (0,6 Mb)

 

Staðreyndaskjal 2015 (0,5 Mb)

 

Staðreyndaskjal 2014 (2,33 Mb)

 

Staðreyndaskjal 2013 (2,89 Mb)


Staðreyndaskjal 2012 (2,08 Mb)

 

Staðreyndaskjal 2011 (1,77 Mb) 

 

Staðreyndaskjal 2010 (1,95 Mb)

 

 

 


Grunnmynd af álverssvæðinu

Hér má skoða grunnmynd af byggingunum á álverssvæðinu. Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

 

 


 

Þrívíddarmyndband

Hægt er að skoða þrívíddarmyndband sem sýnir álverið og álframleiðsluferlið með því að smella á myndina. (ATH. að það virkar ekki í augnablikinu).