Sjálfbærni

 

Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar.

Alcoa Fjarðaál tók höndum saman við Landsvirkjun um sjálfbærniverkefni sem felst í því að fylgst er grannt með áhrifum álvers og virkjunar á umhverfið, samfélagið og efnahagslíf. Næstu árin verður unnið að vöktun og mælingum margvíslegra þátta og gefnar verða út áfangaskýrslur árlega.

 

Haldið er úti sérstakri vefsíðu um verkefnið: www.sjalfbaerni.is.

 

 


Frá fundi hópsins á Reyðarfirði

 

Samráðshópur Landsvirkjunar og Alcoa

Landsvirkjun og Alcoa vinna að sameiginlegu verkefni þar sem mæld eru áhrifin af þeim samtengdu verkefnum sem fyrirtækin standa fyrir á Austurlandi. Leituðu fyrirtækin til hóps hagsmunaaðila til þess að aðstoða við skilgreiningu vísa.

skoða síðu verkefnisins, sjalfbaerni.is