Friðhelgi
 
Alcoa Inc. („Alcoa“) er skuldbundið til að tryggja friðhelgi þína á netinu. Vinsamlegast lestu eftirfarandi til að skilja hvernig persónulegar upplýsingar þínar verða meðhöndlaðar.

Af og til kann Alcoa að gera breytingar á þessari friðhelgisyfirlýsingu til að endurspegla breytingar í rekstri sínum eða til að þjóna þér betur. Alcoa mun sýna eðlilega viðleitni í að kunngera allar slíkar breytingar á friðhelgisyfirlýsingunni, svo sem að birta þær á vefsetri sínu. Þú ættir að kanna stefnuna reglulega til að upplýsa sjálfan þig um allar breytingar. Vinsamlegast taktu eftir dagsetningu stefnunnar að neðan svo að þú vitir hvenær hún var síðast uppfærð. Notendur eru bundnir af þágildandi útgáfu þessarar friðhelgisyfirlýsingar.

Alcoa verndar friðhelgi þína á alcoa.com gegnum þessar grundvallarmeginreglur.

 1. Þér verður kunngert þegar Alcoa er að safna upplýsingum um þig eða óskir þínar og væntingar á netinu og það verður gert augljóst hvernig nota eigi þær upplýsingar.
 2. Þú munt geta valið hvort þú vilt veita þær upplýsingar eða ekki. Ef þú velur að veita ekki sumar upplýsingar, til dæmis að heimila staðfestingu á stöðu lánstrausts, er ekki víst að þú getir haldið áfram þeirri viðskiptastarfsemi við Alcoa sem þú óskar.
 3. Allar upplýsingar sem safnað er um þig verða öruggar og ekki deilt með neinum þriðja aðila, nema að áðurgefnu leyfi þínu um að þeim upplýsingum verði deilt. Hinsvegar gæti Alcoa þurft að afhjúpa persónuauðkennandi upplýsingar sem fyrirtækið telur nauðsynlegar til að hlíta dómsúrskurðum, stefnum, beiðnum frá ríkisstjórn eða löggjafarvaldi eða til þriðja aðila sem eignarhald á Alcoa færist til gegnum yfirtöku, samruna, sölu eigna o.s.frv. Upplýsingum kann að verða deilt með og þær yfirfærðar til hlutdeildarfélaga Alcoa, dótturfyrirtækja eða þjónustuveitenda en aðeins þegar nauðsynlegt er til að uppfylla beiðni þína. Við viðhöldum tryggingum til að vernda persónulegar upplýsingar þínar gegn óheimilum eða óviðeigandi aðgangi. Við takmörkum aðgang að upplýsingum þínum við þá sem þurfa að vita um upplýsingarnar til að geta svarað beiðni þinni.
 4. Þegar okkur eru veittar persónulegar upplýsingar til að hefja kreditkortafærslu notum við 18 bita Secure Sockets Layer (SSL) tækni til að vernda upplýsingar um netpöntun þína. Þegar þú slærð þessar upplýsingar inn á eitt af vefsetrum okkar eru persónulegar upplýsingar þínar og kreditkortaupplýsingarnar dulritaðar og sendar beint til vinnslurásar kreditkorta til staðfestingar og vinnslu. Þú munt þurfa að veita okkur kreditkortaupplýsingar þínar í hvert sinn sem þú hefur kreditkortafærslu þar sem Alcoa hvorki fær né varðveitir þessar upplýsingar.
 5. Í því tilfelli að persónulegar upplýsingar séu varðveittar í kjölfar lúkningar beiðni þinnar mun Alcoa viðhalda ferli til að breyta eða láta eyða slíkum upplýsingum. Til að uppfæra upplýsingar þínar eða óska þess að þeim verði eytt hafðu vinsamlegast samband við okkur á heimilisfanginu sem skráð er að neðan. Gættu þess að láta nafn þitt fylgja og skýrar leiðbeiningar varðandi allar breytingar á persónulegum upplýsingum þínum eða hvort þú vilt að við eyðum þér úr gagnagrunni okkar. Í því tilfelli að þú veljir að eyða persónulegum upplýsingum þínum úr gagnagrunni okkar munum við varðveita skrá um slíkar upplýsingar ásamt beiðni þinni um eyðingu sem sönnun fyrir fylgni okkar við þessa friðhelgisyfirlýsingu.
 6. Vefsetur Alcoa getur innihaldið tengla að öðrum setrum. Við berum ekki ábyrgð á innihaldi, öryggi, eða friðhelgisverklagi sem önnur setur nota. Þú verður látin(n) vita þegar tengt er til utanaðkomandi seturs.
 7. Í flestum tilfellum getur þú heimsótt þetta vefsetur án þess að opinbera neinar upplýsingar um sjálfa(n) þig. Vefþjónar okkar safna ekki tölvupóstföngum nema þú bjóðir okkur upp á það. Við sækjum samt heiti lénsins sem tengingin á uppruna sinn hjá. Þessar upplýsingar eru notaðar í uppsöfnuninni til að mæla skoðaðar síður, þann tíma sem eytt er á setrinu og fjölda heimsókna. Við notum þessar upplýsingar til að bæta efni vefseturs okkar.
 8. Þetta vefsetur er ekki ætlað börnum undir 13 ára aldri. Við fölumst ekki eftir eða hvetjum til upplýsingasendinga frá eða um börn.
 9. Alþjóðlegir gestir á setri Alcoa ættu að vera sér meðvitaðir um að persónulegar upplýsingar kunni að vera færðar til tölva í Bandaríkjunum eða á öðrum stöðum til að uppfylla beiðni þína.
 10. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir við þessa friðhelgisstefnu hafðu vinsamlegast samband við okkur á:

  Alcoa.com Editor
  201 Isabella Street
  Pittsburgh, PA 15212
  (412) 553-2769
  editor@alcoa.com


Af því að Alcoa býður viðskiptavinum sínum upp á víðtæk viðskiptatækifæri á netinu getur það magn upplýsinga sem Alcoa þarf að safna til að geta þjónað þér við sérstaka viðskiptafærslu stundum verið mismunandi eftir einstökum tilfellum. Burtséð frá því magni upplýsinga sem safnað er eiga við meginreglurnar sem taldar eru upp að ofan. Hvar sem Alcoa safnar persónulegum upplýsingum finnur þú tengil að friðhelgisyfirlýsingu Alcoa. Ef þú velur að veita ekki sumar upplýsingar, til dæmis að heimila staðfestingu á stöðu lánstrausts eða tengslaupplýsingar til að leyfa sendingu til þín á þeim upplýsingum sem þú baðst um, er ekki víst að þú getir haldið áfram þeirri viðskiptastarfsemi við Alcoa sem þú óskar.

Notkun smygilda


Til að bæta setur okkar notum við „smygildi“ til að halda utan um skrá um heimsókn þína. Smygildi er lítið gagnamagn sem vefþjónn flytur til vefvafra og getur aðeins vefþjónninn sem gaf þér smygildið lesið það. Með þessum upplýsingum eru ekki borin kennsl á þig persónulega og þú heldur áfram að vera nafnlaus nema þú hafir á annan hátt veitt Alcoa persónuauðkennandi upplýsingar. Ef þú vilt ekki samþykkja smygildi finnur þú í vafranum þínum leiðbeiningar til að afvirkja þessa aðgerð.