/global/en/community/images/grants_banner.jpg
Styrkir frá Samfélagssjóði Alcoa
Hvar á hnettinum sem Alcoa starfar, vinnum við hörðum höndum að því að öðlast félagslegt leyfi til að starfa á hverjum degi. Alcoa og Alcoa-stofnunin, sem fylgja Alcoa Community Framework(Samfélagsramma Alcoa), vinna í samstarfi við samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, háskólastofnanir, yfirvöld á staðnum og borgaraleg samtök til að takast á við þróunarþarfir samfélagsins og þoka áfram kjarnaforgangsmálum okkar hvað varðar umhverfið og menntun.

Skuldbinding okkar er enn frekar undirstrikuð með sameiginlegri vinnu þúsunda sjálfboðaliða úr röðum starfsmanna, sem leika á hverjum degi virkt hlutverk í að gera nágrenni okkar og samfélögin þar sem Alcoa starfar, öruggari, sterkari og meira aðlaðandi staði til að búa og starfa á.

Til að fræðast frekar um hvernig Alcoa tekur á staðbundnum þörfum og glímir við hnattrænar áskoranir, vinsamlegast heimsæktu vefsvæði Samfélagssjóðs Alcoa.